Blue Box upplýsingar
Vnr. 59 14 88
Framlenging geymsluþols
Þann 24. janúar 2023 var nýtt geymsluþol fyrir PAXLOVID samþykkt í Evrópusambandinu (ESB).
Fyrir frekari upplýsingar um þessa uppfærslu, þ.á.m. upplýsingar um fyrningardagsetningar, ýtið á takkann hér að neðan til að skoða DHCP bréf
Skoðið DHCP bréf til að nálgast upplýsingar um uppfært geymsluþol
Trygging fyrir því að PAXLOVID® sé ósvikið

Ósvikið PAXLOVID® frá Pfizer er með heiti Pfizer letruðu á öskjuna og er pakkað í 5 álþynnur. Til að tryggja að töflurnar séu ósviknar á að athuga texta sem þrykktur er í báðar hliðar þeirra. Nirmatrelvir töflurnar eru bleikar, sporöskjulaga og þrykktar með „PFE“ á annarri hliðinni og „3CL“ á hinni hliðinni. Ritonavir töflurnar eru hvítar til beinhvítar, hylkislaga og þrykktar með „H“ á annarri hliðinni og „R9“ á hinni hliðinni.
Askjan er með litlausri, gljáandi húð, með heiti og merki Pfizer síendurteknu um allan flötinn. Heiti og merki Pfizer eru með mattri áferð til aðgreiningar.
Fliparnir á endum öskjunnar eru límdir niður, til að innsigla pakkann.
Ef grunur er um að þú hafir fengið afhent falsað PAXLOVID® á að hafa samband við Pfizer hjá www.icepharma.is eða í síma 540-8000.
Askjan er með litlausri, gljáandi húð, með heiti og merki Pfizer síendurteknu um allan flötinn. Heiti og merki Pfizer eru með mattri áferð til aðgreiningar.
Fliparnir á endum öskjunnar eru límdir niður, til að innsigla pakkann.
Ef grunur er um að þú hafir fengið afhent falsað PAXLOVID® á að hafa samband við Pfizer hjá www.icepharma.is eða í síma 540-8000.