Frekari athugun gæti þurft til að svara fyrirspurn þinni. Upptalningin er ekki tæmandi.
Ef fyrirspurn þinni hefur ekki verið svarað skaltu kynna þér Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir PAXLOVID hér eða hafa samband við Pfizer á www.icepharma.is eða í síma 540-8000.
Lyfjaflokkur | Lyf í flokki | Klínískar athugasemdir |
Alfa1- adrenviðtakablokki | ↑ Alfuzosin | Aukin plasmaþéttni alfuzosins sem getur leitt til alvarlegs lágþrýstings og því má ekki nota þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Alfa1- adrenviðtakablokki | ↑Tamsulosin | Tamsulosin umbrotnar í miklum mæli, aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og CYP2D6, en ritonavir er hemill á bæði þessi ensím. Forðast á gjöf samhliða Paxlovid |
Amfetamínafleiður | ↑ Amfetamín | Ritonavir gefið í stórum skömmtum, í samræmi við fyrri notkun þess til meðferðar gegn retróveirum, hindrar líklega virkni CYP2D6 og er því líklegt til að auka þéttni amfetamíns og afleiða þess. Ráðlagt er að fylgjast vel með aukaverkunum ef þessi lyf eru gefin samhliða Paxlovid. |
Verkjastillandi lyf | ↑Buprenorfín (57%, 77%) | Aukin plasmaþéttni buprenorfíns og virks umbrotsefnis þess leiddi ekki til breytinga á lyfhrifum sem skipta máli klínískt hjá þýði sjúklinga með þol fyrir ópíóíðum. Því er ekki víst að nauðsynlegt sé að breyta skömmtun buprenorfíns ef þessi lyf eru gefin saman. |
Verkjastillandi lyf | ↑Fentanýl ↑Oxycodon |
Ritonavir hamlar CYP3A4 og því er búist við að það auki plasmaþéttni þessara sterku verkjalyfja. Ef notkun samhliða Paxlovid er nauðsynleg á að íhuga að minnka skammta sterku verkjalyfjanna og fylgjast vandlega með verkun og aukaverkunum (þ.m.t. öndunarbælingu). Frekari upplýsingar eru í samantekt á eignleikum lyfs fyrir viðkomandi lyf. |
Verkjastillandi lyf | ↓Metadon (36%, 38%) | Nauðsynlegt getur verið að auka skammta af metadoni ef lyfið er gefið samhliða ritonaviri, sem gefið er í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf, vegna örvunar á glúkúróníðtengingu. Íhuga á að breyta skömmtum samkvæmt klínískri svörun sjúklingsins við meðferð með metadoni. |
Verkjastillandi lyf | ↓Morfín | Þéttni morfíns getur minnkað vegna örvunar á glúkúróníðtengingu af völdum samhliða gjafar ritonavirs í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf. |
Verkjastillandi lyf | ↑Petidín | Samhliða gjöf getur valdið auknum eða lengri áhrifum ópíóíða. Ef samhliða notkun er nauðsynleg á að íhuga skammtalækkun petidins. Viðhafa skal eftirlit með öndunarbælingu og slævingu. |
Verkjastillandi lyf | ↓Piroxicam | Minnkuð útsetning fyrir piroxicami vegna örvunar CYP2C9 af völdum Paxlovid. |
Lyf við hjartaöng | ↑Ranolazin | Vegna hömlunar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs er búist við að þéttni ranolazins aukist. Ekki má gefa lyfið samhliða ranolazini (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf við hjartsláttartruflunum | ↑Amiodaron, ↑Flecainid, |
Þar sem hætta er á verulega aukinni útsetningu fyrir amiodaroni eða flecainidi og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum þeim á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Lyf við hjartsláttartruflunum | ↑Digoxin | Þessi milliverkun gæti stafað af breytingu á útflæði digoxins, sem miðlað er af P-gp, af völdum ritonavirs í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf. Búist er við aukinni þéttni digoxins. Viðhafa skal eftirlit með þéttni digoxins ef hægt er og öryggi og verkun digoxins. |
Lyf við hjartsláttartruflunum | ↑Disopyramid | Ritonavir getur aukið plasmaþéttni disopyramids, sem getur leitt til aukinnar hættu á aukaverkunum eins og hjartsláttartruflunum. Gæta þarf varúðar og ráðlagt er að fylgjast með þéttni disopyramids ef hægt er. |
Lyf við hjartsláttartruflunum | ↑Dronedaron ↑Propafenon ↑Quinidin |
Líklegt er að gjöf samhliða ritonaviri auki plasmaþéttni dronedarons, propafenons og quinidins og því má ekki gefa þessi lyf saman (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Astmalyf | ↓Theophyllin (43%, 32%) | Hugsanlega þarf að auka skammta af theophyllini ef lyfið er gefið samhliða ritonaviri vegna örvunar CYP1A2. |
Krabbameinslyf | ↑Abemaciclib | Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni CYP3A4 af völdum ritonavirs. Forðast á samhliða gjöf abemaciclibs og Paxlovid. Ef talið er óhjákvæmilegt að gefa lyfin saman á að fylgja ráðleggingum um skammtabreytingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir abemaciclib. Fylgjast á með aukaverkunum sem tengjast abemaciclibi. |
Krabbameinslyf | ↑Afatinib | Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni BCRP og bráðrar hömlunar á virkni P-gp af völdum ritonavirs. Umfang aukningar AUC og Cmax fer eftir tímasetningu gjafar ritonavirs. Gæta skal varúðar við gjöf afatinibs ásamt Paxlovid (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir afatinib). Fylgjast á með aukaverkunum sem tengjast afatinibi. |
Krabbameinslyf | ↑Apalutamide | Apalutamid er meðalöflugur til öflugur örvi CYP3A4 og getur það leitt til minnkaðrar útsetningar fyrir nirmatrelviri/ritonaviri og hugsanlega til skorts á veirusvörun. Auk þess getur þéttni apalutamids í sermi aukist ef lyfið er gefið samhliða ritonaviri, sem leiðir til hættu á alvarlegum aukaverkunum, þ.m.t. krampaköstum. Ekki má nota Paxlovid samhliða apalutamidi (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Krabbameinslyf | ↑Ceritinib | Þéttni ceritinibs í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni CYP3A og P-gp af völdum ritonavirs. Gæta skal varúðar ef ceritinib er gefið ásamt Paxlovid. Fylgja á ráðleggingum um skammtabreytingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir ceritinib. Fylgjast á með aukaverkunum sem tengjast ceritinibi. |
Krabbameinslyf | ↑Dasatinib, ↑Nilotinib, ↑Vinblastin, ↑Vincristin |
Þéttni í sermi gæti aukist við gjöf samhliða ritonaviri, sem leiðir til hættu á aukinni tíðni aukaverkana. |
Krabbameinslyf | ↑Encorafenib ↑Ivosidenib |
Þéttni encorafenibs eða ivosidenibs í sermi gæti aukist við gjöf samhliða ritonaviri, sem getur aukið hættu á eituráhrifum, þ.m.t. hættu á alvarlegum aukaverkunum svo sem lengingu QT-bils. Forðast á samhliða gjöf encorafenibs eða ivosidenibs. Ef ávinningur er talinn vega þyngra en áhætta og nauðsynlegt er að nota ritonavir á að fylgjast vandlega með sjúklingum með tilliti til aukaverkana. |
Krabbameinslyf | Enzalutamid | Enzalutamid er öflugur örvi CYP3A4 og getur það leitt til minnkaðrar útsetningar fyrir Paxlovid, hugsanlegs skorts á veirusvörun og mögulegs ónæmis. Ekki má nota enzalutamid samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Krabbameinslyf | ↑Fostamatinib | Samhliða gjöf fostamatinibs með ritonaviri getur aukið útsetningu fyrir R406 umbrotsefni fostamatinibs, sem leiðir til skammtaháðra aukaverkana svo sem eituráhrifa á lifur, daufkyrningafæðar, háþrýstings eða niðurgangs. Fylgja á ráðleggingum um skammtaminnkun í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir fostamatinib ef slík áhrif koma fram. |
Krabbameinslyf | ↑Ibrutinib | Þéttni ibrutinibs í sermi gæti aukist vegna hömlumar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs, sem leiðir til aukinnar hættu á eituráhrifum, þ.m.t. hættu á æxlislýsuheilkenni. Forðast á samhliða gjöf ibrutinibs og ritonavirs. Ef ávinningur er talinn vega þyngra en áhætta og nauðsynlegt er að nota ritonavir á að minnka skammta af ibrutinibi í 140 mg og fylgjast vandlega með sjúklingum með tilliti til eiturverkana |
Krabbameinslyf | ↑Neratinib | Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni CYP3A4 af völdum ritonavirs. Ekki má nota neratinib samhliða Paxlovid vegna alvarlegra og/eða lífshættulegra hugsanlegra aukaverkana, þ.m.t. eituráhrifa á lifur (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Krabbameinslyf | ↑Venetoclax | Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs, sem leiðir til aukinnar hættu á æxlislýsuheilkenni við upphaf skömmtunar og á skammtaaukningartímabilinu og því má ekki nota lyfin samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid og samantekt á eiginleikum lyfs fyrir venetoclax). Hjá sjúklingum sem hafa lokið skammtaaukningartímabilinu og fá stöðuga daglega skammta af venetoclaxi á að minnka skammtinn af venetoclaxi í 100 mg eða minna (eða um a.m.k. 75% ef skammtinum hefur þegar verið breytt af öðrum ástæðum) þegar lyfið er notað samhliða öflugum CYP3A hemlum. |
Segavarnarlyf | ↑Apixaban | Samsetning P-gp-hemla og öflugra CYP3A4 hemla eykur magn apixabans í blóði og eykur hættu á blæðingu. Skammtaleiðbeiningar fyrir samhliðagjöf apixabans og Paxlovid fara eftir skammti apixabans. Við 5 mg eða 10 mg skammta af apixabani tvisvar á dag skal minnka apixaban skammtinn um 50%. Hjá sjúklingum sem þegar fá apixaban 2,5 mg tvisvar á dag skal forðast samhliða notkun með Paxlovid. |
Segavarnarlyf | ↑Dabigatran (94%, 133%)* | Búist er við að samhliða gjöf Paxlovid auki þéttni dabigatrans sem veldur aukinni blæðingarhættu. Minnka á dabigatran skammta eða forðast samhliða notkun. |
Segavarnarlyf | ↑Rivaroxaban (153%, 53%) | Hömlun á virkni CYP3A og P-gp leiðir til aukinnar plasmaþéttni og lyfhrifa rivaroxabans, sem getur leitt til aukinnar blæðingahættu. Því er ekki ráðlagt að nota Paxlovid handa sjúklingum sem fá rivaroxaban. |
Segavarnarlyf | Warfarin, ↑↓S-Warfarin (9%, 9%), ↓↔R-Warfarin (33%) |
Örvun CYP1A2 og CYP2C9 leiðir til minnkaðrar þéttni R-warfarins, en lítil áhrif sjást á lyfjahvörf S-warfarins við gjöf samhliða ritonaviri. Minnkuð þéttni R-warfarins getur leitt til minnkaðrar segavarnarvirkni og því er ráðlagt að fylgjast með segavarnarbreytum ef warfarin er gefið samhliða ritonaviri. |
Krampastillandi lyf | Carbamazepin*, Phenobarbital, Phenytoin Primidon |
Carbamazepin minnkar AUC og Cmax nirmatrelvirs um 55% og 43%, í sömu röð. Phenobarbital, phenytoin og primidon eru öflugir örvar á virkni CYP3A4 og það getur leitt til minnkaðrar útsetningar fyrir nirmatrelviri og ritonaviri og hugsanlegs taps á veirusvörun. Ekki má nota carbamazepin, phenobarbital, phenytoin og primidon samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Krampastillandi lyf | ↑Clonazepam | Hugsanlega þarf að minnka skammt clonazepams við gjöf samhliða Paxlovid og klínískt eftirlit er ráðlagt. |
Krampastillandi lyf | ↓Divalproex Lamotrigin |
Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf örvar oxun af völdum CYP2C9 og glúkúróníðtengingu og því er búist við að plasmaþéttni krampastillandi lyfja minnki. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með þéttni í sermi eða meðferðaráhrifum ef þessi lyf eru notuð samhliða ritonaviri. |
And-barksterar | ↑Ketoconazol (3,4-falt, 55%) | Ritonavir hindrar umbrot ketoconazols af völdum CYP3A. Vegna aukinnar tíðni aukaverkana á meltingarfæri og lifur á að íhuga að minnka skammta af ketoconazoli ef lyfið er gefið samhliða ritonaviri. |
Þunglyndislyf | ↑Amitriptylin, Fluoxetin, Imipramin, Nortriptylin, Paroxetin, Sertralin |
Líklegt er að ritonavir sem gefið er í stórum skömmtum í samræmi við fyrri notkun þess til andretróveirumeðferðar hamli virkni CYP2D6 og því er búist við að það auki þéttni imipramins, amitriptylins, nortriptylins, fluoxetins, paroxetins eða sertralins. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef þessi lyf eru gefin samhliða ritonaviri í skömmtum sem notaðir eru til andretróveirumeðferðar. |
Lyf við þvagsýrugigt | ↑ Colchicin | Búist er við að þéttni colchicins aukist ef lyfið er gefið samhliða ritonaviri. Tilkynnt hefur verið um lífshættulegar og banvænar milliverkanir hjá sjúklingum sem fengu meðferð með colchicini og ritonaviri (hömlum á virkni CYP3A4 og P-gp). Ekki má nota colchicin samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf gegn lifrarbólgu C veiru |
↑Glecaprevir/pibrentasvir | Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni P-gp, BCRP og OATP1B af völdum ritonavirs. Samhliða gjöf glecaprevirs/pibrentasvirs og Paxlovid er ekki ráðlögð vegna aukinnar hættu á hækkuðu gildi ALAT sem tengist aukinni útsetningu fyrir glecapreviri. |
Lyf gegn lifrarbólgu C veiru |
↑Sofosbuvir/velpatasvir/ voxilaprevir |
Þéttni í sermi gæti aukist vegna hömlunar á virkni OATP1B af völdum ritonavirs. Samhliðagjöf sofosbuvir/velpatasvir/ voxilaprevir og Paxlovid er ekki ráðlögð. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir sofosbuvir/velpatasvir/ voxilaprevir. |
Andhistamínlyf | ↑Fexofenadin | Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf getur breytt útflæði fexofenadins, sem miðlað er af P-gp, og þannig aukið þéttni fexofenadins. |
Andhistamínlyf | ↑Loratadin | Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf hamlar CYP3A og er þess vegna búist við að það auki plasmaþéttni loratadins. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef loratadin er gefið samhliða ritonaviri. |
Andhistamínlyf | ↑Terfenadin | Aukin plasmaþéttni terfenadins. Það eykur hættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum af völdum þessa lyfs og því má ekki nota þau samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf við HIV-sýkingu | ↑Bictegravir/ ↔Emtricitabin/ ↑Tenofovir |
Ritonavir getur aukið plasmaþéttni bictegravirs verulega vegna CYP3A hömlunar. Búist er við að ritonavir auki frásog tenofoviralafenamids með því að hamla P‑gp og auki þannig altæka þéttni tenofovirs. |
Lyf við HIV-sýkingu | ↑Efavirenz (21%) | Aukin tíðni aukaverkana (t.d. sundls, ógleði, náladofa) og frávika í rannsóknaniðurstöðum (hækkuð gildi lifrarensíma) hafa sést þegar efavirenz er gefið samhliða ritonaviri. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir efavirenz. |
Lyf við HIV-sýkingu | ↑Maraviroc (161%, 28%) | Ritonavir eykur þéttni maravirocs í sermi vegna hömlunar á virkni CYP3A. Hægt er að gefa maraviroc ásamt ritonaviri til að auka útsetningu fyrir maraviroci. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir maraviroc. |
Lyf við HIV-sýkingu | ↓Raltegravir (16%, 1%) | Samhliða gjöf ritonavirs og raltegravirs leiðir til lítilsháttar minnkunar á þéttni raltegravirs |
Lyf við HIV-sýkingu | ↓Zidovudin (25%, ND) | Ritonavir getur örvað glúkúróníðtengingu zidovudins, sem leiðir til lítils háttar minnkunar á þéttni zidovudins. Ekki ætti að þurfa að breyta skömmtum. |
Sýkingalyf | ↓Atovaquon | Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf örvar glúkúróníðtengingu og því er búist við að það minnki plasmaþéttni atovaquons. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með þéttni í sermi eða meðferðaráhrifum ef atovaquon er gefið samhliða ritonaviri. |
Sýkingalyf | ↑Bedaquilin | Engar rannsóknir á milliverkunum við ritonavir eitt sér liggja fyrir. Vegna hættu á aukaverkunum sem tengjast bedaquilini á að forðast samhliða gjöf þessara lyfja. Ef ávinningur vegur þyngra en áhætta verður að gæta varúðar við gjöf bedaquilins samhliða ritonaviri. Ráðlagt er að viðhafa tíðara eftirlit með hjartarafriti og transamínösum (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir bedaquilin). |
Sýkingalyf | ↑Clarithromycin (77%, 31%), ↓14-OH clarithromycin umbrotsefni (100%, 99%) |
Vegna þess hve meðferðargluggi fyrir clarithromycin er víður ætti ekki að þurfa að minnka skammta handa sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Ekki á að gefa clarithromycin í stærri skömmtum en 1 g á dag samhliða ritonaviri í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf. Íhuga á að minnka skammta af clarithromycini handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi: handa sjúklingum með úthreinsun kreatíníns 30 til 60 ml/mín. á að minnka skammta um 50% (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid varðandi sjúklinga með alvarlega skerta nýrnastarfsemi). |
Sýkingalyf | Delamanid | Engar rannsóknir á milliverkunum við ritonavir eitt sér liggja fyrir. Í rannsókn hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum á milliverkunum delamanids 100 mg tvisvar á dag og lopinavirs/ritonavirs 400/100 mg tvisvar á dag í 14 daga jókst útsetning fyrir umbrotsefni delamanids, DM-6705, um 30%. Ef talið er nauðsynlegt að gefa delamanid samhliða ritonaviri er ráðlagt að fylgjast mjög ört með hjartarafriti allan tímann meðan á meðferð með Paxlovid stendur, vegna hættu á lengingu QTc-bils sem tengist DM-6705 (sjá kafla 4.4 og samantekt á eiginleikum lyfs fyrir delamanid). |
Sýkingalyf | ↑Erythromycin, ↑Itraconazol* |
Itraconazol eykur AUC og Cmax nirmatrelvirs um 39% og 19%, í sömu röð. Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf hamlar virkni CYP3A4 og því er búist við að það auki plasmaþéttni itraconazols og erythromycins. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með verkun og aukaverkunum ef erythromycin eða itraconazol eru gefin samhliða ritonaviri. |
Sýkingalyf | ↑Fusidinsýra (altæk íkomuleið) | Þar sem hætta er á verulega aukinni útsetningu fyrir fusidinsýru (við altæka notkun) og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum lyfinu á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Sýkingalyf | ↑Rifabutin (4-falt, 2,5-falt), ↑25-O-desasetýl rifabutin umbrotsefni (38-falt, 16-falt) |
Búist er við aukinni útsetningu fyrir rifabutini vegna hömlunar á virkni CYP3A4 af völdum ritonavirs. Þverfaglegt samráð er ráðlagt til að leiðbeina um öryggi samhliða notkunar og þörf fyrir minnkun rifabutin skammtsins. |
Sýkingalyf | Rifampicin Rifapentin |
Rifampicin og rifapentin eru öflugir örvar á virkni CYP3A4 og getur það leitt til minnkaðrar útsetningar fyrir nirmatrelviri/ritonaviri, hugsanlegs taps á veirusvörun og mögulegs ónæmis. Hvorki má nota rifampicin né rifapentin samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Sýkingalyf | Sulfamethoxazol/trimethoprim | Ekki ætti að þurfa að breyta skömmtum af sulfamethoxazoli/trimethoprimi meðan á samhliða meðferð með ritonaviri stendur. |
Sýkingalyf | ↓Voriconazol (39%, 24%) | Forðast á samhliða gjöf voriconazols og ritonavirs í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf, nema mat á ávinningi og áhættu fyrir sjúklinginn réttlæti notkun voriconazols |
Geðrofslyf | ↑Clozapin, | Þar sem hætta er á aukinni útsetningu fyrir clozapini og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum því á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Geðrofslyf | ↑Haloperidol, ↑Risperidon, ↑Thioridazin |
Líklegt er að ritonavir hamli virkni CYP2D6 og því er búist við að það auki þéttni haloperidols, risperidons og thioridazins. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef þessi lyf eru gefin samhliða ritonaviri í skömmtum sem notaðir eru til andretróveirumeðferðar. |
Geðrofslyf | ↑Lurasidon | Vegna hömlunar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs er búist við að þéttni lurasidons aukist. Ekki má gefa lyfið samhliða lurasidoni (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Geðrofslyf | ↑Pimozid | Líklegt er að samhliða gjöf ritonavirs leiði til aukinnar þéttni pimozids í plasma og því má ekki nota þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Geðrofslyf | ↑Quetiapin | Vegna hömlunar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs er búist við að þéttni quetiapins aukist. Ekki má gefa Paxlovid og quetiapin samhliða, þar sem það gæti aukið eituráhrif sem tengjast quetiapini (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun | ↑Silodosin | Ekki má nota lyfið samhliða vegna hugsanlegs réttstöðulágþrýstings (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
β2-agónistar (langverkandi) | ↑Salmeterol | Ritonavir hamlar virkni CYP3A4 og því er búist við umtalsverðri aukningu á þéttni salmeterols í plasma, sem leiðir til aukinnar hættu á aukaverkunum á hjarta og æðar af völdum salmeterols, þ.m.t. lenging QT-bils, hjartsláttarónot og skútahraðtaktur. Þess vegna er samhliða notkun ekki ráðlögð |
Kalsíumgangablokkar | ↑Amlodipin, ↑Diltiazem, ↑Felodipin, ↑Nicardipin, ↑Nifedipin, ↑Verapamil |
Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf eða skömmtum sem notaðir eru við andretróveirumeðferð hamlar virkni CYP3A4 og því er búist við að það auki þéttni kalsíumgangablokka í plasma. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef amlodipin, diltiazem, felodipin, nicardipin, nifedipin eða verapamil eru gefin samhliða ritonaviri. |
Kalsíumgangablokkar | ↑Lercanidipin | Þar sem hætta er á verulega aukinni útsetningu fyrir lercanidipini og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum því á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | ↑Aliskiren | Forðast á notkun samhliða Paxlovid. |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | ↑Cilostazol | Ráðlagt er að breyta skömmtum cilostazols. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum mPC fyrir cilostazol. |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | Clopidogrel | Gjöf samhliða clopidogreli getur dregið úr magni virks umbrotsefnis clopidogrels. Forðast á notkun samhliða Paxlovid. |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | ↑Eplerenon | Lyfið má ekki nota samhliða eplerenoni vegna hættu á blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | ↑Ivabradin | Lyfið má ekki nota samhliða ivabradini vegna hættu á hægslætti eða leiðnitruflunum í hjarta (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid) |
Lyf við hjarta- og æðasjúkdómum | ↑Ticagrelor | Þar sem hætta er á verulega aukinni útsetningu fyrir ticagrelori og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum því á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Lyf sem auka áhrif CFTR-jónaganga | ↑Elexacaftor/ tezacaftor/ivacaftor, ↑Ivacaftor, ↑Tezacaftor/ivacaftor |
Skammta á að minnka þegar Paxlovid er gefið samhliða. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðkomandi lyf. |
Lyf sem auka áhrif CFTR-jónaganga | Lumacaftor/ivacaftor | Ekki má gefa þessi lyf samhliða vegna hugsanlegs taps á veirusvörun og mögulegs ónæmis (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
DPP4 (dipeptidyl peptidase 4) hemlar | ↑Saxagliptin | Ráðlagt er að breyta skömmtum saxagliptins í 2,5 mg einu sinni á dag. |
Endothelin blokkar | ↑Bosentan | Samhliða gjöf bosentans og ritonavirs olli aukningu á hámarksþéttni (Cmax) og AUC bosentans við jafnvægi. Forðast skal samhliða notkun með Paxlovid. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir bosentan. |
Endothelin blokkar | ↑Riociguat | Þéttni í sermi getur aukist vegna hömlunar á virkni CYP3A og P-gp af völdum ritonavirs. Samhliða gjöf riociguats og Paxlovid er ekki ráðlögð (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir riociguat). |
Ergotafleiður | ↑Dihydroergotamin, ↑Ergonovin, ↑Ergotamin, ↑Metýlergonovin |
Líklegt er að samhliða gjöf ritonavirs leiði til aukinnar plasmaþéttni ergotafleiða og því má ekki nota þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Lyf sem hafa áhrif á þarmahreyfingar | ↑Cisaprid | Aukin þéttni cisaprids í plasma, sem eykur hættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum af völdum þessa lyfs, og því má ekki nota það samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Náttúrulyf | Jóhannesarjurt | Náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum); vegna hættu á minnkaðri plasmaþéttni og minnkuðum klínískum áhrifum nirmatrelvirs og ritonavirs og því má ekki nota þessi lyf samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
HMG-CoA redúktasahemlar | ↑Lovastatin, Simvastatin |
Búist er við að plasmaþéttni HMG-CoA redúktasahemla sem eru mjög háðir CYP3A umbrotum, svo sem lovastatin og simvastatin, aukist umtalsvert þegar þeir eru gefnir samhliða ritonaviri í stórum skömmtum í samræmi við fyrri notkun þess sem andretróveirumeðferð eða skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf. Þar sem aukin þéttni lovastatins og simvastatins getur aukið líkur á að sjúklingar fái vöðvakvilla, þ.m.t. rákvöðvalýsu, má ekki nota þessi lyf samhliða ritonaviri (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
HMG-CoA redúktasahemlar | ↑Atorvastatin, Rosuvastatin (31%, 112%)* |
Atorvastatin er minna háð CYP3A hvað umbrot varðar. Þó brotthvarf rosuvastatins sé ekki háð CYP3A hefur verið tilkynnt um aukna útsetningu fyrir rosuvastatini við samhliða gjöf ritonavirs. Verkunarháttur þessarar milliverkunar er ekki að fullu þekktur, en getur stafað af hindrun á virkni flutningspróteina. Við notkun ritonavirs í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf eða skömmtum sem notaðir eru við andretróveirumeðferð á að nota eins litla skammta og unnt er af atorvastatini og rosuvastatini. |
HMG-CoA redúktasahemlar | ↑Fluvastatin, Pravastatin |
Þó umbrot pravastatins og fluvastatins séu ekki háð CYP3A getur útsetning fyrir lyfjunum aukist vegna flutningshömlunar. Íhuga skal að hætta tímabundið notkun pravastatins og fluvastatins meðan á meðferð með Paxlovid stendur. |
Hormónagetnaðarvarnir | ↓Ethinýlestradiol (40%, 32%) | Vegna minnkaðrar þéttni etinýlestradiols skal íhuga sæðishindrandi getnaðarvarnir eða aðrar getnaðarvarnir án hormóna við samhliða notkun ritonavirs í stórum skömmtum í samræmi við fyrri notkun þess sem andretróveirumeðferð eða sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf. Líklegt er að ritonavir breyti mynstri blæðinga frá legi og dragi úr verkun getnaðarvarna sem innihalda estradiol. |
Ónæmisbælandi lyf | ↑Voclosporin | Lyfið má ekki nota samhliða vegna hættu á bráðum og/eða langvinnum eituráhrifum á nýru (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Ónæmisbælandi lyf |
Kalcíneurínhemlar: ↑Cyclosporin, MTOR hemlar: |
Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf hamlar virkni CYP3A4 og því er búist við að það auki plasmaþéttni cyclosporins, everolimus, sirolimus og tacrolimus. Samhliða notkun þessara lyfja skal aðeins íhuga með nánu og reglulegu eftirliti með þéttni ónæmisbælandi lyfsins í blóði til að minnka skammtinn af ónæmisbælandi lyfinu í samræmi við nýjustu leiðbeiningar og forðast of mikla útsetningu og þar af leiðandi aukningu á alvarlegum aukaverkunum ónæmisbælandi lyfsins. Mikilvægt er að náið og reglulegt eftirlit sé ekki aðeins viðhaft meðan á notkun samhliða Paxlovid stendur heldur að því sé einnig haldið áfram eftir að meðferð með Paxlovid er hætt. Almennt er þverfaglegt samráð ráðlagt til að halda utan um þessa flóknu samhliða notkun (sjá kafla 4.4 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
JAK hemlar | ↑Tofacitinib | Ráðlagt er að breyta skömmtum tofacitinibs. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir tofacitinib. |
JAK hemlar | ↑Upadacitinib | Ráðleggingar um skammta við samhliða gjöf upadacitinibs og Paxlovid fara eftir ábendingu upadacitinibs. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir upadacitinib. |
Lyf sem hafa áhrif á blóðfitur | ↑Lomitapid, | CYP3A4 hemlar auka útsetningu fyrir lomitapidi, og geta öflugir hemlar aukið útsetningu u.þ.b. 27-falt. Vegna hömlunar á virkni CYP3A af völdum ritonavirs er búist við að þéttni lomitapids aukist. Ekki má nota Paxlovid samhliða lomitapidi (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir lomitapid) (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Mígrenilyf | ↑Eletriptan | Ekki má gefa eletriptan innan a.m.k. 72 klst. frá gjöf Paxlovid vegna hættu á alvarlegum aukaverkunum, meðal annars á hjarta- og æðakerfi og heilaæðar (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Mígrenilyf | ↑Rimegepant | Forðast á notkun samhliða Paxlovid. |
Saltsteraviðtakablokkar | ↑Finerenon | Ekki má gefa þessi lyf samhliða vegna hugsanlegra alvarlegra aukaverkana, þ.m.t. blóðkalíumhækkun, blóðþrýstingslækkun og blóðnatríumlækkun (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Múskarínviðtakablokka | ↑Darifenacin | Þar sem hætta er á verulegri aukningu á útsetningu fyrir darifenacini og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum því, á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkuna.r |
Múskarínviðtakablokka | ↑Solifenacin | Þar sem hætta er á verulegri aukningu á útsetningu fyrir solifenacini og þar af leiðandi aukaverkunum tengdum því, á ekki að nota lyfin samhliða án þverfaglegs samráðs um öryggi slíkrar notkunar. |
Geðlyf |
↑Aripiprazol, ↑Brexpiprazol, |
Ráðlagt er að breyta skömmtum aripiprazols og brexpiprazols. Frekari upplýsingar eru í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir aripiprazol eða brexpiprazol. |
Geðlyf | ↑Cariprazin | Samhliða notkun er frábending vegna aukinnar útsetningar fyrir cariprazini og virkra umbrotsefna þess í plasma (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Ópíóíðblokkar | ↑Naloxegol | Ekki má gefa þessi lyf samhliða vegna hugsanlegra fráhvarfseinkenna ópíóíða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Fosfódíesterasa (PDE5) hemlar | ↑Avanafil (13-falt, 2,4-falt), ↑Sildenafil (11-falt, 4-falt), ↑Tadalafil (124%, ↔), ↑Vardenafil (49-falt, 13-falt) |
Ekki má nota avanafil, sildenafil, tadalafil og vardenafil samhliða Paxlovid (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Róandi lyf/svefnlyf | ↑Alprazolam (2.5-falt, ↔) | Umbrot alprazolams eru hindruð eftir að gjöf ritonavirs er hafin. Gæta þarf varúðar fyrstu dagana sem alprazolam er gefið samhliða ritonaviri í stórum skömmtum í samræmi við fyrri notkun þess sem andretróveirumeðferð eða skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf áður en örvun á umbrotum alprazolams kemur fram. |
Róandi lyf/svefnlyf | ↑Buspiron | Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf eða skömmtum sem notaðir eru við andretróveirumeðferð hamlar virkni CYP3A og er því búist við að það auki þéttni buspirons í plasma. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef buspiron er gefið samhliða ritonaviri. |
Róandi lyf/svefnlyf | ↑Clorazepat, ↑Diazepam, ↑Estazolam, ↑Flurazepam, |
Samhliða gjöf ritonavirs er líkleg til að valda aukinni plasmaþéttni clorazepats, diazepams, estazolams og flurazepams og því má ekki nota þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Róandi lyf/svefnlyf | ↑Midazolam til inntöku (1330%, 268%)* og midazolam sem stungulyf |
Midazolam er umbrotið í miklum mæli af CYP3A4. Samhliða gjöf Paxlovid getur valdið mikilli aukningu á þéttni midazolams. Búist er við að þéttni midazolams í plasma verði verulega aukin ef midazolam er tekið inn. Því má ekki gefa Paxlovid samhliða midazolami sem tekið er inn (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid) og gæta þarf varúðar ef Paxlovid er gefið samhliða midazolam stungulyfi. Gögn um samhliða notkun midazolam stungulyfs og annarra próteasahemla benda til þess að þéttni midazolams í plasma aukist hugsanlega 3 – 4 falt. Ef Paxlovid er gefið samhliða midazolam stungulyfi á að gera það á gjörgæsludeild eða við svipaðar aðstæður sem tryggja náið klínískt eftirlit og viðeigandi meðferð ef til öndunarbælingar og/eða langvarandi slævingar kemur. Íhuga á að breyta skömmtum af midazolami, einkum ef gefinn er meira en einn skammtur af midazolami. |
Róandi lyf/svefnlyf | ↑Triazolam (> 20-falt, 87%) | Líklegt er að samhliða gjöf ritonavirs leiði til aukinnar plasmaþéttni triazolams og því má ekki nota þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
Svefnlyf | ↑Zolpidem (28%, 22%) | Zolpidem og ritonavir má gefa samhliða ef vandlega er fylgst með því að slævandi áhrif verði ekki of mikil. |
Lyf til að hætta að reykja | ↓Bupropion (22%, 21%) | Bupropion er einkum umbrotið af CYP2B6. Búist er við að samhliða gjöf bupropions og endurtekinna skammta af ritonaviri minnki þéttni bupropions. Talið er að þessi áhrif stafi af örvun á umbrotum bupropions. Hins vegar á ekki að gefa stærri skammta af bupropioni en ráðlagt er, þar sem einnig hefur verið sýnt fram á að ritonavir hamlar virkni CYP2B6 in vitro. Gagnstætt því sem við á um langtímanotkun ritonavirs sáust ekki verulegar milliverkanir við bupropion eftir skammtímanotkun lítilla skammta af ritonaviri (200 mg tvisvar á dag í 2 daga), sem bendir til þess að þéttni bupropions gæti byrjað að minnka nokkrum dögum eftir að samhliða gjöf ritonavirs hefst. |
Steralyf | Budesonid, Fluticason propionat til innöndunar, inndælingar eða notkunar í nef, Triamcinolon |
Tilkynnt hefur verið um altæk áhrif barkstera, þ.m.t. Cushings heilkenni og bælingu á starfsemi nýrnahettna (þéttni cortisols í plasma minnkaði um 86%) hjá sjúklingum sem fengu ritonavir og fluticason propionat til innöndunar eða í nef; svipuð áhrif gætu einnig komið fram við notkun annarra barkstera sem umbrotnir eru af CYP3A, t.d. budesonids og triamcinolons. Þess vegna er samhliða notkun ritonavirs í stórum skömmtum í samræmi við fyrri notkun þess sem andretróveirumeðferð eða skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf og þessara sykurstera ekki ráðlögð nema hugsanlegur ávinningur af meðferðinni vegi þyngra en hætta á altækum áhrifum af barksterum. Íhuga á að minnka skammta af sykursterum og viðhafa náið eftirlit með staðbundnum og altækum áhrifum eða skipta yfir í sykurstera sem ekki er hvarfefni fyrir CYP3A4 (t.d. beclomethason). Ef notkun sykurstera er hætt gæti ennfremur þurft að draga smám saman úr skömmtun yfir langan tíma. |
Steralyf | ↑Dexamethason | Ritonavir í skömmtum sem hafa jákvæð áhrif á lyfjahvörf eða skömmtum sem notaðir eru við andretróveirumeðferð hamlar virkni CYP3A og því er búist við að það auki þéttni dexamethasons í plasma. Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef dexamethason er gefið samhliða ritonaviri. |
Steralyf | ↑Prednisolon (28%, 9%) | Ráðlagt er að fylgjast vandlega með meðferðaráhrifum og aukaverkunum ef prednisolon er gefið samhliða ritonaviri. AUC fyrir umbrotsefnið prednisolon jókst um 37 og 28% eftir 4 og 14 daga gjöf ritonavirs, í sömu röð. |
Uppbótarmeðferð með skjaldkirtilshormónum | Levothyroxin | Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið tilkynnt um tilvik sem benda til hugsanlegrar milliverkunar milli lyfja sem innihalda ritonavir og levothyroxin. Fylgjast á með skjaldvakakveikju (TSH) hjá sjúklingum sem fá meðferð með levothyroxini, a.m.k. fyrsta mánuðinn eftir að meðferð með ritonaviri hefst og/eða endar. |
Vasópressín blokkar | ↑Tolvaptan | Lyfið má ekki nota samhliða vegna hættu á vessaþurrð, blóðmagnsminnkun og blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.3 í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Paxlovid). |
FYRIRVARI: Upplýsingarnar sem hér er að finna koma EKKI í stað ráðlegginga frá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni með viðeigandi þjálfun, heldur eru eingöngu til upplýsinga. Ekki er víst að milliverkanaleitin nái til allra hugsanlegra milliverkana við önnur lyf. Þó við reynum að veita nákvæmar og uppfærðar upplýsingar er ekki unnt að ábyrgjast að svo sé í öllum tilvikum.